Leiðbeiningar um verkefnastyrki

NORA veitir styrki til samstarfsverkefna, sem eru í samstarfi a.m.k. tveggja landa af NORA-löndunum fjórum (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og strandsvæðum Noregs).

Í skipulagsáætlun NORA 2017-2020 er sérstök áhersla lögð á þrjú meginviðfangsefni svæðisins varðandi verkefnastuðning

  • Skapandi greinar. Með „skapandi greinum“ er átt við starfsemi sem sprettur úr sköpunargleði, þekkingu og hæfileikum fólks og sem eflir velferð og eykur atvinnutækifæri með því að skapa og nýta þekkingarlegan auð. NORA leggur áherslu á verkefni sem hafa atvinnulega eða viðskiptalega möguleika.
  • Græn orka. Þróa skal og innleiða grænar orkulausnir til sjós og lands. NORA leggur áherslu á verkefni sem lúta að grænum lausnum fyrir skip sem og á strjálbýlum svæðum.
  • Lífhagkerfi. Nýsköpunarverkefni skulu stuðla að þróun virðiskeðja ónýtts hráefnis, nýrra virðiskeðja og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. NORA leggur áherslu á verkefni sem tengjast þróun á virðiskeðjum matvæla á svæðinu, styttri flutningsvegalengdum með matvæli, dreifingu hefðbundinna matvæla á svæðinu eða sem nýta ónýtt eða illa nýtt hráefni.
  • Sjálfbær ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan á að leggja sitt af mörkum til að auka fjölbreytni í viðkvæmum hagkerfum á svæðinu um leið og sjálfbærni innan hennar eykst. NORA leggur áherslu á þau verkefni sem efla ferðaþjónustu á jaðarsvæðum. Einnig er áhersla lögð á nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu. Líta ber á menningararf svæðisins sem útgangspunkt í vöruþróun.
  • Upplýsinga- og fjarskiptatækni. Upplýsinga- og fjarskiptatækni er mikilvægur liður í að sigrast á fjarlægðum. NORA vill taka þátt í að þróa lausnir á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni sem henta svæðinu
  • Velferðarþjónusta. Samstarf á svæðinu, sem miðar að því að takast á við þær áskoranir sem miklar vegalengdir og skortur á markfjölda fagfólks og sjúklinga/skjólstæðinga skapa, skiptir sköpum fyrir framtíð svæðisins. NORA vill leggja áherslu á þróun viðeigandi sértækra lausna fyrir svæðið.
  • Öryggismál/viðbúnaður á hafi. Vaxandi skipaumferð á Norðuratlantssvæðinu og Norðurheimskautssvæðinu fylgja nýjar og flóknar áskoranir. NORA vill leggja áherslu á mikilvægustu verkefnin og mögulegar lausnir.

Auk þessa hefur NORA áhuga á að efla samstarf við nágranna norðurslóða til vesturs. Þess vegna vill NORA gjarnan styrkja verkefni þar sem um samstarf NORA-landanna við Kanada og skosku eyjarnar er að ræða.

NORA styrkir mjög fjölbreytileg verkefni. Verkefnin hafa þó það sameiginlegt að þau eru öll mikilvæg varðandi meginmarkmið NORA: að efla Norður-Atlantssvæðið byggt á efnahagslegum styrk og sjálfbærri þróun.

Notaðu þessar leiðbeiningar þegar þú semur styrkumsókn ef þú vilt fá góð ráð og leiðsögn um verkefnastyrki NORA. Undir "Við íhugum umsókn" og "Við semjum umsókn" getur þú fengið svar við nokkrum þeirra spurninga sem kunna að vakna þegar þú veltir fyrir þér að sækja um eða ert að semja umsókn. Undir "Við fengum styrk"og "Við hefjumst handa við verkefnið" getur þú lesið nánar um hvernig standa skal að skilum á verkefnaskýrslum og hvernig styrkir eru greiddir, ef verkefni þitt fær stuðning. Ef þú smellir á "Við nálgumst verkefnislok."

02.10.2017 er lokafrestur til að sækja um verkefnastyrk á fyrri umsóknarfresti þessa árs.

Print
 
leatherdyke.cc